fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi

433
Fimmtudaginn 23. október 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svakalegar hrókeringar hjá þjálfurum í tveimur efstu deildum karla er í kortunum en svo gæti farið sex störf séu að losna hjá félögum í Bestu deild karla eftir næstu helgi. Þá gæti eitt starfað verið að losna í Lengjudeildinni.

Mikil óvissa ríkir um framtíð Srdjan Tufegdzic þjálfara Vals en félagið er í viðræðum við Hermann Hreiðarsson en áður hafði félagið verið í viðræðum við Ólaf Inga Skúlason um að taka við. Fari svo að Hermann taki við Val mun starfið hjá HK losna.

Allar líkur eru á því að Jón Þór Hauksson hætti með Vestra en hann tók við liðinu í þrjá leiki en hefur ekki hugsað sér að taka við liðinu til framtíðar. Vestri berst fyrir lífi sínu í deildinni og er á leið í úrslitaleik við KR á laugardag.

Háværar raddir hafa verið um það að Óskar Hrafn Þorvaldsson vilji stíga til hliðar sem þjálfari KR og einbeita sér að því að vera yfirmaður knattspyrnumála. Halldór Árnason sem var rekinn frá Breiðablik á mánudag er sterklega orðaður við starfið í Vesturbænum, hann hefur einnig verið orðaður við Val.

Mynd: DV/KSJ

Magnús Már Einarsson er að verða samningslaus hjá Aftureldingu, liðið berst fyrir lífi sínu og falli Afturelding úr Bestu deild gæti Magnús róað á önnur mið.

Jökull Elísabetarson er á sínu þriðja tímabili með Stjörnuna, liðið er á leið í úrslitaleik um sæti í Evrópukeppni á sunnudag gegn Breiðablik. Fari illa fyrir Stjörnunni í því einvígi gæti framtíð Jökuls orðið til umræðu.

FH er búið að ráða arftaka Heimis Guðjónssonar og mun Jóhannes Karl Guðjónsson taka við starfinu. Heimir mun að sama skapi að öllu óbreyttu taka við Fylki í Lengjudeildinni.

Njarðvík, Völsungur, Leiknir og Selfoss eru svo án þjálfara eftir tímabilið.

Laus störf:
Njarðvík
Völsungnur
Leiknir
Selfoss

Störf sem gætu losnað:
Valur
Vestri
ÍA
Afturelding
KR
Stjarnan
HK

Jóhannes Karl Guðjónsson / Ernir/Torg

Störf sem er verið að ráða í:
FH – Jóhannes Karl Guðjónsson tekur við
Fylkir – Heimir Guðjónsson tekur líklega við

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn
433Sport
Í gær

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Í gær

Carragher kominn með nóg af þessu á Englandi – Stjóri í deildinni segir umræðuna hrokafulla

Carragher kominn með nóg af þessu á Englandi – Stjóri í deildinni segir umræðuna hrokafulla