fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

„Samningurinn í Sádi-Arabíu hefði breytt lífi mínu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. október 2025 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raphinha viðurkennir að hann hafi verið mjög nálægt því að yfirgefa Barcelona sumarið 2024, áður en Hansi Flick tók við liðinu og sannfærði hann um að vera áfram.

Börsungar voru til í að selja Raphinha sumarið 2024 vegna fjárhagsins, en Flick kom svo og vildi halda Brasilíumanninum.

„Ég var að hugsa um að fara eftir Copa América 2024. Andlega leið mér ekki vel og það voru sögusagnir á hverjum degi um að ég væri á leið annað. Þá hringdi Flick í mig og fékk mig til að hugsa öðruvísi. Ég er mjög feginn að hann gerði það,“ segir Raphinha.

Al-Hilal átti þá að hafa boðið Barcelona 100 milljónir evra fyrir leikmanninn, auk fjögurra ára samnings að verðmæti 170 milljónum evra. Raphinha viðurkennir að það hafi verið freistandi.

„Samningurinn í Sádi-Arabíu hefði breytt lífi mínu. Það hefði ekki bara hjálpað mér, heldur fjölskyldunni minni og vinum. Við hugsuðum alvarlega um að fara, en Flick sannfærði mig um að vera. Ég sé ekki eftir því.“

Eftir að hafa ákveðið að vera áfram átti Raphinha frábært tímabil 2024–2025. Hann skoraði 34 mörk og lagði upp 26 í 57 leikjum. Hefur hann haldið uppteknum hætti á þessari leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann