fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Myndband: Fyrrum stjarna Manchester United missir vitið yfir viðtali á Íslandi – „Það er ógeðfellt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. október 2025 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wilfried Zaha hefur gagnrýnt fyrrum liðsfélaga sinn hjá Crystal Palace, Jean-Philippe Mateta, harðlega eftir að sá síðarnefndi rifjaði upp samtal þeirra í viðtali við L’Equipe eftir jafntefli Frakklands á Íslandi fyrr í vikunni.

Zaha og Mateta léku saman hjá Palace í tvö og hálft ár áður en Zaha fór til Galatasaray árið 2023. Mateta átti erfitt uppdráttar í byrjun en hefur blómstrað á þessu tímabili og var nýverið valinn í franska landsliðið, þar sem hann skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik á Íslandi á mánudag.

Í viðtalinu sagðist Mateta hafa rætt um landsliðsmarkmið sín í búningsklefanum á sínum fyrstu mánuðum hjá Palace, en þá hafi Zaha og aðrir hlegið að honum.

Zaha, sem á einnig að baki feril fyrir Manchester United en leikur nú í MLS-deildinni vestan hafs með Charlotte, brást reiður við og sagðist í myndbandi á samfélagsmiðlum upplifa að hann hafi verið svikinn.

„Höfuðið á mér logar. Ég verð að hreinsa þetta upp, því hann mun ekki gera það. Ég hef aldrei niðurlagt liðsfélaga eða sagt neinum að hann myndi ekki ná árangri,“ sagði Zaha, en viðurkenndi jafnframt að hann og fleiri í Palace hafi tjáð Mateta að það yrði erfitt að komast í landsliðið.

„Það er ógeðfellt að sjá einhvern sem ég taldi vin minn segja svona hluti. Þetta er ástæðan fyrir því að ég á enga fótboltavini,“ sagði Zaha að lokum.

Hér að neðan er eldræða Zaha í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann