Breyting hefur verið gerð á leik FH og Fram í Bestu deild karla.
Um er að ræða lokaleik liðanna í efri hlutanum og skiptir hann litlu máli, en ljóst er að hvorugt liðið á möguleika á Evrópusæti.
Leikurinn átti að fara fram sunnudaginn 26. október en mun nú fara fram á laugardeginum áður.
FH – Fram
Var: 26.10.2025 14:00, Kaplakrikavöllur
Verður: 25.10.2025 14:00, Kaplakrikavöllur