Marokkó hefur slegið alþjóðlegt met sem stóð í meira en 16 ár, en liðið hefur nú unnið 16 landsleiki í röð, sem lengsta sigurganga í sögu landsliðsfótboltans.
Marokkó, sem þegar hafði tryggt sér sæti á HM 2026, lauk undankeppninni í fyrrakvöld með 1-0 sigri gegn Kongó. Sigurinn tryggði Marokkó toppsætið í E-riðli með fullt hús stiga, 24 stig úr átta leikjum.
Með sigrinum setti Marokkó jafnframt nýtt met með 16 sigrum í röð. Fyrra metið, 15 sigrar í röð, átti Spánn frá júní 2008 til júní 2009, þegar liðið vann meðal annars EM 2008 og tapaði ekki leik fyrr en gegn Bandaríkjunum í undanúrslitum í Álfukeppninni árið 2009.
Marokkó hefur ekki tapað leik síðan í mars 2024, þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Máritaníu í vináttuleik.