fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Skemmtilegt augnablik á blaðamannafundi dagsins – „Þú átt eftir að skora fyrir mig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. september 2025 15:30

Frá fundinum í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Arnar Haraldsson mun bera fyrirliðabandið hjá íslenska landsliðinu í fjarveru Orra Steins Óskarssonar í komandi leikjum í undankeppni HM. Hann kemur fullur sjálfstrausts inn í leikina eftir góða byrjun á tímabilinu með stórliði Lille í Frakklandi.

Hákon er á sínu þriðja tímabili með stórliði Lille. Hefur hann skorað tvö mörk í fyrstu þremur umferðum frönsku úrvalsdeildarinnar og er lykilmaður hjá sínu liði.

„Það hefur byrjað mjög vel hjá mér og liðinu. Ég er búinn að skora óvenju mikið svo ég er mjög spenntur og klár í slaginn,“ sagði Hákon á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Aserbaísjan á morgun.

„Þú átt eftir að skora fyrir mig,“ skaut Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari þá inn í og uppskar hlátur í salnum. „Það kemur á morgun,“ lofaði Hákon þá.

Ísland mætir sem fyrr segir Aserbaísjan á morgun og fer sá leikur fram hér heima. Liðið heimsækir svo Frakka í leik númer tvö á þriðjudag. Má búast við að hann verði öllu erfiðari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Furðuleg kenning um andlát fræga fólksins fer á flug á ný eftir að Armani féll frá

Furðuleg kenning um andlát fræga fólksins fer á flug á ný eftir að Armani féll frá
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga
433Sport
Í gær

Íslensku drengirnir töpuðu fyrsta leiknum

Íslensku drengirnir töpuðu fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Óvænt tíðindi frá Tottenham – Daniel Levy hætti störfum í dag

Óvænt tíðindi frá Tottenham – Daniel Levy hætti störfum í dag