Daníel Tristan Guðjohnsen er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaísjan og Frakklandi í undankeppni HM á næstu dögum. Bróðir hans fagnar komu hans í liðið.
Andri Lucas Guðjohnsen, bróðir Daníels, hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin ár og fyrir nokkru síðan var Sveinn Aron Guðjohnsen, elsti bróðirinn einnig reglulega í hópnum.
„Það er geggjað, algjör snilld. Þetta var eitthvað sem við töluðum allir þrír um þegar við vorum yngri. Ég er búinn að spila með Svenna og nú fæ ég vonandi að spila með Daníel,“ segir Andri Lucas við 433.is.
„Þetta er mjög gaman fyrir okkur og fjölskylduna,“ bætir hann við.
Ítarlegra viðtal við Andra Lucas er í spilaranum hér ofar, þar sem er farið yfir komandi leiki, félagaskiptafréttir af sóknarmanninum og fleira.