fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Eitthvað furðulegt í gangi hjá Forest – Tvö stór nöfn sem komu í sumar ekki í Evrópuhópnum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. september 2025 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nottingham Forest hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir Evrópudeild UEFA, þar vekur margt mikla athygli.

Það er furðulegt ástand í kringum félagið en þjálfari liðsins Nuno Espírito Santo hefur átt í stríði við þá sem stýra félaginu. Er talið að mikið af leikmannakaupum sumarsins hafi ekki farið í gegnum hann.

Félagið snýr aftur í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan tímabilið 1995/96, eftir að hafa endað í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar síðasta tímabil. Þeir tryggðu sér sæti í Evrópudeildinni eftir að Crystal Palace féll niður í Sambandsdeildina.

Nuno Espírito Santo hefur nú skilað inn lokahópnum sínum fyrir riðlakeppnina og margir furða sig á hverjir komust ekki að.

Oleksandr Zinchenko, sem kom á lánssamningi frá Arsenal á lokadegi gluggans, er ekki í hópnum, þrátt fyrir mikla Evrópu­reynslu með bæði Manchester City og Arsenal.

Enn frekar vekur athygli að félagið hafi skilið Omari Hutchinson eftir, leikmann sem keyptur var frá Ipswich Town fyrir allt að 37,5 milljónir punda í sumar. Er hann dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Hutchinson, 21 árs, hefur varla komið við sögu síðan hann kom, aðeins leikið 9 mínútur í leikjum gegn Crystal Palace og West Ham.

Þetta kemur jafnvel meira á óvart þar sem Nicolás Domínguez er meiddur en kemst á listann,

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum liðsfélagi Gylfa Þórs hissa á að sjá ekki nafn hans í landsliðshópnum – „Talandi um reynslu“

Fyrrum liðsfélagi Gylfa Þórs hissa á að sjá ekki nafn hans í landsliðshópnum – „Talandi um reynslu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Búast við um 6 þúsund manns í Laugardalinn

Búast við um 6 þúsund manns í Laugardalinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nú verið með báðum bræðrum sínum í landsliðinu – „Mjög gaman fyrir okkur og fjölskylduna“

Nú verið með báðum bræðrum sínum í landsliðinu – „Mjög gaman fyrir okkur og fjölskylduna“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dagur skrifar undir hjá Val – Klárar tímabilið í Kópavogi

Dagur skrifar undir hjá Val – Klárar tímabilið í Kópavogi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þung orð Mána sem útilokar ekki að kveikja í Þjóðleikhúsinu verði þetta að veruleika

Þung orð Mána sem útilokar ekki að kveikja í Þjóðleikhúsinu verði þetta að veruleika
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United reynir að losna við Onana á næstu dögum

United reynir að losna við Onana á næstu dögum