fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. september 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher hefur sett fram óhefðbundna kenningu um ástæður þess að Ruben Amorim hafi enn ekki verið rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Manchester United — þrátt fyrir erfiða tíma.

Fyrrum leikmaður Liverpool heldur því fram að persónutöfrar, útgeislun og útlit Amorim haldi honum í starfi.

Í umræðuþætti The Overlap Fan Debate, sem framleiddur er í samstarfi við Sky Bet, sagði Carragher meðal annars: „Hann er frábær á blaðamannafundum en af því að hann er ekki að vinna leiki þá verður það pirrandi, það er eins og maður hugsi bara að hann eigi að þegja. Ef hann væri að vinna, værum við öll að segja: “Vá, hvað hann er með mikinn karakter“.“

Getty Images

Carragher benti jafnframt á að þrátt fyrir sterkan persónuleika og tilveru í fjölmiðlum þurfi árangurinn að fylgja.

„Það er mikið talað um að fá José Mourinho aftur í ensku knattspyrnuna, af því hann er karakter, hann er með læti og lætur mikið að sér kveða, en hann var líka sigurvegari.“

„Ég horfi á þetta núna og hugsa: Ef Amorim væri ekki svona heillandi á blaðamannafundum, ef hann væri ekki svona myndarlegur, þá væri hann kannski löngu farinn. Þegar maður skoðar úrslitin eru þau skelfileg“

Manchester United hefur átt í miklum vandræðum undir stjórn Ruben Amorim frá því að hann tók við í nóvember í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Umboðsmaður Isak sendir væna pillu á Newcastle – „Enn betra að vita við hvern maður þarf aldrei að tala aftur“

Umboðsmaður Isak sendir væna pillu á Newcastle – „Enn betra að vita við hvern maður þarf aldrei að tala aftur“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

City staðfestir söluna á Ederson til Fenerbache

City staðfestir söluna á Ederson til Fenerbache
433Sport
Í gær

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa
433Sport
Í gær

United staðfestir kaupin á Lammens – „Ég er virkilega stoltur“

United staðfestir kaupin á Lammens – „Ég er virkilega stoltur“