fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Stjarnan opnar sig um það sem hefur gengið á undanfarið: Var mjög nálægt gjaldþroti – Borgar nú 1,6 milljónir króna á mánuði til ríkisins

Victor Pálsson
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum stórstjarna hefur opnað sig um það sem er í gangi í hans lífi í dag en hann skuldar skattinum margar milljónir og var nálægt gjaldþroti í sumar.

Maðurinn ber nafnið John Barnes og lék lengi með Liverpool en hann var á gríðarlega háum launum á sínum tíma er hann spilaði með Liverpool sem og öðrum félögum.

Barnes er í dag 61 árs gamall en hann hefur áður lent í vandræðum með skattinn en taldi sig vera búinn að borga upp allar skuldir fyrir um ári síðan.

Í fyrra fékk hann svo að heyra af því að hann þyrfti að borga margar milljónir til viðbótar og hefur nú samþykkt að borga 1,6 milljónir króna á mánuði til ríkisins í von um að losna endanlega við þessi vandræði.

Barnes kennir ákveðnum svikahröppum um að hann hafi tapað háum fjárhæðum á sínum tíma og að hann hafi treyst röngum aðilum á þeim tíma.

,,Fyrir utan nokkrar slæmar nætur þá hefur þetta ekki haft of stór áhrif á mig ef þú miðar við það sem er í gangi í heiminum,“ sagði Barnes.

,,Það er fólk í miklu verri málum en ég. Svo lengi sem ég get borgað þessa skuld og sinnt minni vinnu. Ég er að borga ríkinu tíu þúsund pund á mánuði sem þýðir að ég er ekki að þéna 20 þúsund pund á mánuði sem þýðir að þetta mun ganga yfir í einhvern tíma.“

,,Ég hef náð að semja um skuldina en ég hélt að ég hefði klárað málið fyrir um ári síðan eða svo, eðlilega komu nýjustu fréttirnar mér á óvart.“

,,Ég þénaði mikla peninga á sínum tíma og ég var sá fyrsti í sögunni til að fá tíu þúsund pund á viku sem fótboltamaður og það hjálpaði mér í nokkur ár.“

,,Eins og margir aðrir þá lenti ég í svikahröppum því ég treysti fólki, ég hef tapað allt að 1,5 milljónum punda á síðustu fjórum árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool staðfestir komu Isak – Dýrasti leikmaður í sögu enska boltans

Liverpool staðfestir komu Isak – Dýrasti leikmaður í sögu enska boltans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Newcastle búið að ganga frá kaupum á Wissa fyrir 55 milljónir punda

Newcastle búið að ganga frá kaupum á Wissa fyrir 55 milljónir punda
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United staðfestir sölu á Antony – Mikið tap á nokkrum árum

United staðfestir sölu á Antony – Mikið tap á nokkrum árum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Onana má fara en er sagður ætla að berjast fyrir sætinu

Onana má fara en er sagður ætla að berjast fyrir sætinu