Steve McManaman, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, hefur hrósað umboðsmanni vængmannsins Marcus Rashford.
Rashford fékk að upplifa drauminn í sumar og skrifaði undir samning við spænska félagið Barcelona.
Rashford var lánaður til Barcelona frá Manchester United og mun leika þar út tímabilið.
Englendingurinn hefur ekki sýnt sitt besta í um tvö ár en flestir vita að hann er frábær leikmaður er hann leggur allt í sölurnar.
,,Það er svo sannarlega mikilvægt að hann byrji vel en að mínu mati er þetta magnað skref fyrir hann,“ sagði McManaman.
,,Miðað við hans frammistöðu og leik Manchester United undanfarin tvö tímabill… Hann fær skref til eitt mest spennandi félags Evrópu – hann er með ótrúlegan umboðsmann.“