fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Eiturlyfjasmyglari til í að koma til landsins ef hann verður ekki handtekinn – Hefur falið sig eftir að hann stakk frænda sinn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. júní 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenski landsliðsmaðurin Quincy Promes er klár í að snúa aftur til heimalandsins en aðeins gegn því loforði að hann verði ekki handtekinn.

Hollenska lögreglan hefur um langt skeið reynt að fá Promes framseldan frá Dubai en án árangurs, hann á yfir höfði sér sjö og hálfs árs fangelsi.

Promes á að baki 50 landsleiki fyrir Holland en hann lék einnig með liðum eins og Sevilla og Ajax á ferlinum.

Promes var dæmdur í sex ára fangelsi í febrúar á síðastas ári fyrir sinn þátt í að smygla kókaíni inn til Hollands en hefur enn ekki verið handtekinn.

Ekki nóg með það heldur var Promes einnig dæmdur fyrir að stinga frænda sinn í hnéð árið 2020 og skuldar þar 18 mánuði á bakvið lás og slá.

Promes hefur enn ekki verið yfirheyrður þar sem hann neitar að snúa aftur heim. „Hann flúði fyrst til Rússland og svo til Dubai, hann vonar að allir fyrirgefi sér,“ sagði í hlaðvarpi Upshot.

Þar kemur fram að Promes reyni að ná í yfirvöld í Hollandi þar sem hann reynir að semja um málið. „Ég vil hreinsa loftið, fólk segir að ég sé í felum en ég hef reynt að ná í yfirvöld til að leysa málið;“ sagði Promes í nýlegu viðtali.

Ólíklegt er að yfirvöld í Hollandi hafi einhvern áhuga á því heldur vilja þau handataka Promes og senda hann í fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband