fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Þorsteinn ræðir valið á hópnum og markmiðin á EM – „Það er alltaf spurning hvernig við lesum í það orð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. júní 2025 14:35

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, opinberaði í dag hóp sinn fyrir lokamót EM í Sviss í sumar. 433.is ræddi við hann um hópinn og mótið.

„Það er sem betur fer erfitt að velja hóp. Það væri ekki sérlega spennandi ef það væri auðvelt. Maður þarf að hugsa alla þætti, hvað hver getur gefið þér. Ég tel að þetta sé hópurinn sem muni fleyta okkur áfram upp úr þessum riðli,“ sagði Þorsteinn.

Meira
Þetta er EM hópur kvenna sem fer á stórmótið – Sex spila í Bestu deild kvenna

Ísland er í riðli með heimakonum í Sviss, Noregi og Finnlandi á EM. Stelpurnar okkar ríða á vaðið 2. júlí gegn síðastnefnda liðinu. Okkar lið er það hæst skrifaðasta af þessum liðum samkvæmt heimslista FIFA og var Þorsteinn spurður að því hvort krafa væri að fara upp úr riðlinum.

„Það er alltaf spurning hvernig við lesum í það orð. Við gerum þá kröfu á okkur sjálf að fara upp úr riðlinum. Fólk getur alveg krafist þess að við förum upp úr riðlinum en við gerum þá kröfu sjálf að fara upp úr riðlinum. Þetta er það sem við ætlum okkur og munum gera. Við treystum á góða leiki og góðar frammistöður. Ef það gengur eftir náum við okkar markmiðum.“

Eins og töluvert hefur verið rætt og ritað um hefur íslenska liðið ekki unnið í tíu leikjum í röð. Þorsteinn hefur ekki áhyggjur af því.

„Það verður bara gaman þegar sigurinn kemur á EM,“ sagði hann léttur.

Ítarlegt viðtal er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Í gær

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Í gær

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi
Hide picture