Afturelding vann ansi sterkan sigur á ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Um baráttuleik var að ræða og fór rautt spjald á loft.
Það var spilað uppi á Skaga og unnu gestirnir frábæran 0-1 sigur með marki Benjamin Stokke eftir um klukkutíma leik.
Axel Óskar Andrésson, lykilmaður í liði Mosfellinga, fékk beint rautt spjald seint í leiknum þegar hann felldi Ómar Björn Stefánsson, er sá síðarnefndi var sloppinn í gegn.
Sennilega erfitt að mótmæla þessum dómi og Axel telur þetta mögulega þess virði, í ljósi þess að hans menn komust áfram í 8-liða úrslitin. Hann verður þó í banni þar.
🥛ÍA 0 – Afturelding 1
Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótbolta⚽️Benjamin Stokke
🟥Axel Óskar Andrésson pic.twitter.com/gqInvuOt8I— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025