West Ham gerði stólpagrín að Altay Bayindir, markverði Manchester United, á opinberum samfélagsmiðlasíðum sínum eftir leik liðanna um helgina.
West Ham vann leikinn 0-2 en Bayindir stóð í markinu í stað Andre Onana. Viðbrögð hans við seinna marki West Ham, sem Jarrod Bowen skoraði, voru furðuleg en það var nánast eins og hann væri að fagna markinu.
„Var markvörðurinn að fagna?“ stóð til að mynda við myndbandið á TikTok-síðu West Ham.
Myndband af þessu furðulega athæfi má sjá hér að neðan.
Bayindir definitely captained Bowen in his FPL teampic.twitter.com/O9OdvaR6So
— FPL Olympian (@FPLOlympian) May 13, 2025