Forráðamenn Atletico Madrid hafa sett sig í samband við Manchester United og vilja fá Antony í sínar raðir.
Antony er á láni hjá Real Betis og hefur svo sannarlega sannað ágæti sitt á Spáni.
Antony átti mjög erfitt hjá Manchester United en hann hefur fundið taktinn á Spáni og heillað nokkur lið.
Miðlar á Spáni segja Atletico hafa áhuga á að fá hann en að Juventus og Villarreal séu einnig áhugasöm.
Antony er 25 ára gamall kantmaður frá Brasilíu en hann var hjá Ajax áður en hann kom til Manchester United.