FIFA hefur tilkynnt að frá og með HM 2031 verði keppnin stækkuð í 48 liða mót.
HM 2027 fer fram í Brasilíu og verður því síðasta mótið með 32 liðum. HM 2031 fer fram í Bandaríkjunum líkt og HM karla 2026, en þar hefur einnig verið fjölgað í 48 lið.
FIFA segir að þessi ákvörðun muni gefa fleiri þjóðum og leikmönnum tækifæri til að leika á stærsta sviðinu og auka fjárfestingar í kvennaknattspyrnu á heimsvísu.
Íslenska kvennalandsliðið hefur átt fast sæti á EM en aldrei komist á HM, þessi breyting gefur liðinu meiri möguleika á að ná því.