Arsenal er óvænt á eftir Andrey Santos, leikmanni Chelsea, fyrir félagaskiptagluggann í sumar.
Santos gekk í raðir Chelsea í janúar 2023 frá heimalandinu, Brasilíu, en hefur aldrei spilað fyrir félagið.
Miðjumaðurinn, sem er 21 árs gamall, var á láni hjá Nottingham Forest fyrri hluta síðustu leiktíðar en spilaði lítið sem ekkert og var lánaður til Strasbourg í Frakklandi.
Þar hefur hann verið í eitt og hálft ár og er hann með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 33 leikjum á þessari leiktíð.
Franskir miðlar segja að frammistaða Santos hafi vakið áhuga Paris Saint-Germain en að Arsenal sé einnig á eftir leikmanninum.
Ekki er ljóst hvort Chelsea sé til í að selja leikmanninn, en hann var hugsaður fyrir framtíðina þegar hann var fenginn.