fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
433Sport

Búið að velja dómara á úrslitaleik bikarsins – Stutt síðan Ten Hag hjólaði í hann

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. maí 2024 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Madley mun dæma úrslitaleik enska bikarsins milli Manchester United og Manchester City. Ekki er langt síðan stjóri fyrrnefnda liðsins, Erik ten Hag, lét hann heyra það.

Leikurinn fer fram 25. maí en United á möguleika á að bjarga skelfilegu tímabili sínu í öðrum keppnum. Liðið er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og gæti hæglega verið að missa af Evrópusæti.

City og United mættust síðast 3. mars og vann fyrrnefnda liðið 3-1 sigur. Eftir leik lét Ten Hag Madley einmitt heyra það vegna brots sem ekki var dæmt á Kyle Walker á Marcus Rashford og vítaspyrnu sem hann vildi að Alejandro Garnacho fengi eftir viðskipti við markvörðinn Ederson.

Ten Hag þarf að vonast til að Madley verði með allt á hreinu 25. maí á Wembley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid