Philippe Coutinho á sér enga framtíð hjá Aston Villa en félagið reynir nú að finna lausn á hans málum til að losna við hann.
Coutinho var lánaður til Katar á liðnu tímabili en er að snúa aftur.
Coutinho er 31 árs gamall og er launahæsti leikmaður Aston Villa en Steven Gerrard keypti hann til félagsins.
Unai Emery hefur hins vegar ekki viljað nota Coutinho og segir í fréttum í dag að Villa sé að skoða að rifta samningi hans.
Með því þyrfti Villa að borga honum væna summu en losna þá við hann af launaskrá.