fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Koss á árgangsmóti varð að eldheitu ástarsambandi – „Hann viðurkenndi að hann væri giftur“

Fókus
Laugardaginn 15. júní 2024 21:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur ýmislegt gerst á árgangsmótum. Bresk kona á fertugsaldri þekkir það af eigin raun og leitar ráða til sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

Sagan byrjar á árgangsmóti hjá skólanum hennar.

„Ég endaði með að kyssa mesta flagara (e. player) árgangsins og varð hjákona hans. [Við byrjuðum síðan saman] og nú hefur hann haldið svo oft framhjá mér að ég hef ekki tölu á því. Ég ætti að vita betur en ég hef alltaf verið skotin í honum og ég vil ekki sleppa honum,“ segir konan.

„Hann viðurkenndi að hann væri giftur þegar við hittumst á mótinu en hann heillaði mig upp úr skónum og bauð mér far heim. Hann sagði að hjónabandið hans væri búið og að ef ég myndi fara með honum á stefnumót þá myndi hann sanna að hann gæti verið trúr mér. 

Síðan þá hefur hann margoft haldið framhjá mér. Hann hefur stundað kynlíf með fyrrverandi eiginkonu sinni þrisvar sinnum og hann náðist á myndavél kyssa samstarfskonu í jólapartýinu.

Svo nú síðast hafði vinkona mín samband við mig og sagðist hafa séð hann kyssa konu á ströndinni, ekki svo langt frá mér, en hann hafði áður sagt við mig að hann væri í vinnuferð.

Ég þori ekki að tala við hann um þetta, því hvað ef hann biðst aftur afsökunar og vinnur mig aftur á sitt band?“

Ráðgjafinn svarar:

„Nú þarftu að byrja að sýna þér þá virðingu sem þú átt skilið. Þessi maður hefur verið flagari frá því að hann var í framhaldsskóla. Hann hefur enga löngun að breytast og þess vegna mun hann ekki breytast.

Þú verðskuldar meira en þetta, hættu að sætta þig við þessa hegðun. Þú ert ekki lengur skólastelpa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fatnaður fegurðardrottningar falur

Fatnaður fegurðardrottningar falur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar