Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að ummæli Bruno Fernandes hafi verið tekin úr samhengi, hann sé ekki að skoða það að fara frá Manchester United í sumar.
Bruno fór í viðtal í síðustu viku þar sem hann sagðist ekkert vera að pæla í framtíð sinni, ef slíkt augnablik kæmi þá yrði það eftir Evrópumótið.
Því var slegið upp að Bruno væri alvarlega að skoða það að fara frá United.
„Ummæli hans eru tekin úr samhengi, hann er leikmaður United og er glaður að vera hérna,“ sagði Ten Hag.
„Bruno er stríðsmaður, hann er alltaf klár í slaginn og missir aldrei af leik. Hann spilar alltaf vel.“
„Hann elskar að vera hjá Manchester United.“