Darwin Nunez, sóknarmaður Liverpool, hefur eytt öllu tengdu félaginu af Instagram-reikningi sínum.
Þetta gerði leikmaðurinn í gærkvöldi eftir að hafa komið inn á sem varamaður síðasta korterið í 4-2 sigri á Tottenham.
Nunez var gagnrýndur fyrir innkomu sína, eins og hann hefur verið fyrir frammistöður sínar undanfarið.
Stuðningsmenn Liverpool eru margir hverjir orðnir þreyttir á Nunez og lélegri færanýtingu hans.
Kappinn kom til Liverpool fyrir síðustu leiktíð en það er spurning hvort þetta athæfi hans gefi einhverjar vísbendingar um framtíð hans hjá félaginu.
🚨Darwin Nunez has removed all of his Liverpool photos from this season from his Instagram 🤯 pic.twitter.com/fLjTtLIxj0
— Anything Liverpool (@AnythingLFC_) May 5, 2024