fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 6. maí 2024 09:07

Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK vann ansi óvæntan 3-1 sigur á Víkingi í Bestu deild karla í gær. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, setti nokkur stór nöfn á bekkinn fyrir leik en sparkspekingurinn og formaður Leikmannasamtakanna, Arnar Sveinn Geirsson, segir það hafa borið vott af hroka.

HK var aðeins með 1 stig fyrir leikinn í gær og Víkingur með fullt hús á toppnum. Arnar hafði menn eins og Nikolaj Hansen, Aron Elís Þrándarson og aðalmarkvörðinn Ingvar Jónsson utan byrjunarliðs Víkings.

„Mér finnst Víkingar pínu hrokafullir, að geyma þessa menn á bekknum sem mér finnst að eigi að vera í liðinu. En allt í lagi, þú getur farið í það að rótera því þú ert með Evrópukeppni líka og þetta er langt tímabil. En þegar þú gerir þetta sendir þú ómeðvitað skilaboð inn í leikmannahópinn um að þetta verði ekki erfiður leikur. Þannig allt liðið kemur með ákveðið vanmat inn í þennan leik,“ segir Arnar Sveinn í Dr. Football.

Varamarkvörðurinn Pálmi Rafn Arinbjörnsson var í marki Víkings í gær og telur Arnar það hafa getað verið vatn á myllu HK-inga.

„Sjáiði hvað þeir halda um okkur. Það er ekki meiri virðing fyrir okkur á heimavelli en þetta. Það sem gerist er að Arnar fær þetta massíft í bakið,“ segir Arnar Sveinn enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“