Ofutölvan hefur stokkað spilin eftir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og eins og í síðustu viku er Manchester City áfram spáð titlinum.
City og Arsenal eru í baráttu um titilinn en bæði lið unnu þæglilega sigra um helgina. Skytturnar eru á toppnum með stigi meira en City, sem á þó leik til góða.
Ofurtölvan spáir því að Arsenal fái fjögur stig úr þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir en að City fái sex stig úr þremur leikjum sínum.
City vinnur samkvæmt þessu ensku úrvalsdeildina fjórða árið röð og nú á einu stigi.
Spá Ofurtölvunnar í heild er hér að neðan.