Jón Dagur Þorsteinsson landsliðsmaður bauð upp á pillu á samfélagsmiðlum eftir leiki gærdagsins.
„Hvort er veikara samfélag… Liverpool eða Víkings?“ spurði Jón á Instagram.
Jón Dagur, sem spilar með Leuven í Belgíu, er uppalinn í HK en hans menn unnu Víking 3-1 í Bestu deild karla í gær.
Meira
Sjáðu groddaralega framkomu í Kórnum í kvöld: Gerði dómarinn stór mistök? – ,,GALIÐ!!!“
Úrslitin voru ansi óvænt en stuðningsmenn Víkings fóru mikinn um dómgæsluna eftir leik. Vildu þeir sjá Atla Hrafn Andrason fá rautt spjald fyrir brot á Danijel Dejan Djuric og einnig vildu þeir fá víti í restina, svo eitthvað sé nefnt.
Jón Dagur sá sér því leik á borði og birti færsluna sem sjá má hér neðst.
Mikill hiti var í leiknum í gær heilt yfir en Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk að líta rautt spjald undir lok hans.