Julien Lopetegui hafnaði Bayern Munchen til að verða næsti stjóri West Ham.
The Athletic segir frá þessu. Bayern setti sig í samband við Lopetegui í morgunsárið en hann var búinn að ákveða að taka við West Ham.
Lopetegui tekur við West Ham af David Moyes, en nú er ljóst að sá síðarnefndi fer þegar samningur hans rennur út í sumar.
Lopetegui, sem er fyrrum stjóri Real Madrid, stýrði síðast Wolves í ensku úrvalsdeildinni en hann yfirgaf félagið skömmu fyrir yfirstandandi leiktíð.
Moyes hefur stýrt West Ham síðan 2019 en þar áður var hann með liðið frá 2017-2018. Undir hans stjórn vann liðið Sambandsdeildina í fyrra.