Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, virðist ætla að gera margar breytingar á leikmannahópi liðsins í sumar.
Tottenham byrjaði mjög vel undir stjórn Postecoglou í vetur en hefur ekki náð að halda sama striki út tímabilið.
Postecoglou vill spila sóknarsinnaðan pressubolta og er hann ekki með leikmennina sem henta því kerfi að eigin sögn.
,,Við þurfum að breyta til, breytingar þurfa að eiga sér stað,“ sagði Postecoglou ákveðinn.
,,Ég þarf að breyta þessum leikmannahópi, ég þarf að gera það. Ég þarf að byggja upp lið sem getur spilað okkar fótbolta.“
,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað. Við ætlum að spila á ákveðinn hátt og það er ekki fyrir alla.“