Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í körfubolta og íþróttafréttamaður, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni. Þátturinn kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans.
Liverpool hefur algjörlega sprungið í undanförnum leikjum og er út úr toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni.
„Þetta er búið að vera lélegt síðustu vikur en maður hugsaði alltaf þegar Liverpool var að vinna þessa leiki að þetta myndi ekki viðhaldast,“ sagði Liverpool-maðurinn Hrafnkell í þættinum.
Hann færði rök fyrir sínu máli.
„Arsenal er að vinna leiki 5-0 en Liverpool var að harka sigra eftir að hafa lent undir.“
Umræðan í heild er í spilaranum.