Peysan sem Hollywood stjarnan Ryan Reynolds hefur klæðst í heimildarþáttunum ‘Welcome to Wrexham’ er til sölu og kostar um 850 dollara.
Þessi peysa vakti athygli fyrir nokkrum mánuðum síðan en það er fyrirtækið BODE sem sér um að hanna og selja vöruna.
Reynolds er heimsfrægur leikari en hann er í dag eigandi Wrexham í þriðju deild Englands og deilir því hlutverki með vini sínum Rob McElhenney sem er einnig þekktur í Hollywood.
Peysan er til sölu á vefsíðu BODE og kostar um 120 þúsund íslenskar krónur en framleiðandinn sendir vöruna til Íslands.
Reynolds hefur sjálfur sagt að þessi peysa veiti honum lukku og er þar að leiðandi hans uppáhalds flík ef illa gengur.
Myndir af þessu má sjá hér.