Arsenal 3 – 0 Bournemouth
1-0 Bukayo Saka(’45, víti)
2-0 Leandro Trossard(’70)
3-0 Declan Rice(’90)
Arsenal vann mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Bournemouth á heimavelli sínum, Emirates.
Fyrra mark Arsenal kom undir lok fyrri hálfleiks en Bukayo Saka skoraði það úr vítaspyrnu og mjög örugglega.
Vítaspyrnudómurinn var ansi umdeildur en Kai Havertz féll innan teigs og eftir VAR skoðun stóð dómurinn.
Leandro Trossard bætti við öðru marki Arsenal í seinni hálfleik og gulltryggði þar með þrjú stig fyrir heimamenn.
Declan Rice skoraði síðar þriðja mark toppliðsins og öruggur 3-0 staðreynd.
Arsenal er með fjögurra stiga forskot á toppnum en Manchester City á tvo leiki til góða.