FH 3 – 2 Vestri
0-1 Andri Rúnar Bjarnason(’13)
1-1 Sigurður Bjartur Hallsson(’25)
1-2 Andri Rúnar Bjarnason(’45)
2-2 Sigurður Bjartur Hallsson(’47)
3-2 Úlfur Ágúst Björnsson(’68 , víti)
FH vann lið Vestra í Bestu deild karla í dag en gríðarlega fjörugur leikur var í boði í Hafnarfirði.
Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir Vestra sem komst tvisvar yfir í leiknum en tapaði að lokum, 3-2.
Úlfur Ágúst Björnsson skoraði sigurmark FH á 68. mínútu en hann skoraði mark úr vítaspyrnu til að tryggja sigur.
FH er nú með 12 stig og er í öðru sæti deildarinnar og hefur unnið síðustu fjóra leiki sína í röð eftir tap gegn Breiðabliki í fyrstu umferð.