fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Margir stórir komið heim en það á enginn séns í stærðina á Gylfa Sigurðssyni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. mars 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskt knattspyrnuáhugafólk bíður og vonar að Gylfi Þór Sigurðsson verði leikmaður í Bestu deild karla á næstu dögum eða vikum.

Valur er í viðræðum við Gylfa um að semja við liðið en hann æfir nú með félaginu á Spáni.

Gylfi samdi við Lyngby síðasta haust en rifti samningi sínum í upphafi árs, hann er að jafna sig eftir meiðsli þessa dagana og skoðar stöðuna.

Ljóst er að koma Gylfa Þórs í Bestu deildina yrðu stærstu fréttir í sögu efstu deildar á Íslandi.

Getty Images

Eftir magnaðan feril með félagsliði og landsliði gæti Gylfi komið heim og spilað í efstu deild. Í huga flestra er Gylfi besti landsliðsmaður í sögu Íslands og átti hann stærstan þátt í því að koma landsliðinu inn á EM 2016 og HM 2018.

Gylfi æfði með Val síðasta sumar og virðist fátt annað benda til þess en að hann semji við Val, ákveði hann að spila á Íslandi.

Við skoðuðum hvaða önnur nöfn hafa komið í efstu deild á Íslandi sem gætu flokkast undir stórar heimkomur.

Hannes Þór Halldórsson í Val – 2019
Nokkrum mánuðum eftir að hafa varið víti frá Lionel Messi mætti Hannes heim og samdi við Val, mikil eftirvænting var eftir komu hans enda var Hannes besti markvörður Íslands á þessum tíma

Hannes Þór Halldórsson og Manuel Neuer.
Mynd/Facebook

Lee Sharpe í Grindavík – 2003
Frá Manchester United til Grindavíkur, þetta voru heimsfréttir en Sharpe stóð ekki alveg undir væntingum á vellinum en þótti skemmtilegur utan vallar

Lee Sharpe og Ryan Giggs.
Getty Images

Aron Jóhannsson í Val – 2022
Eftir feril í þýsku úrvalsdeildinin og fleiri löndum mætti Aron heim á besta aldri og er enn i fullu fjöri með Val.

James Hurst í Val – 2013
Hafði áður spilað með ÍBV en þegar hann kom til Vals hafði Hurst spilað í ensku úrvalsdeildinin, var hins vegar vandræðagemsi og hefur verið á flakki allan sinn feril.

Guðni Bergsson í Val – 1994
Mætti heim til Vals á láni frá Tottenham eftir fullt af leikjum í efstu deild á Englandi.

David James í ÍBV – 2013
Fyrrum landsliðsmarkvörður Englands til ÍBV, þetta voru fréttir sem fóru út um allan heim en Hermann Hreiðarsson var þá þjálfari Eyjamanna.

LONDON, ENGLAND – DECEMBER 18: Football pundit David James is seen in the VIP area during Day Four of the 2017 William Hill PDC World Darts Championships at Alexandra Palace on December 18, 2016 in London, England. (Photo by Alex Pantling/Getty Images)

Rúnar Kristinsson Í KR – 2007
Leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands ákvað að klára ferilinn heima, stóð ekki undir væntingum en var stórt nafn

Arnar Grétarsson í Breiðablik – 2006
Mætti heim í Kópavoginn eftir mjög farsælan feril, kom með fyrsta bikarinn í Kópavoginn í karlaflokki þegar Breiðablik varð bikarmeistari árið 2009.

Eiður Smári Guðjohnsen í KR – 1998
Eftir erfið meiðsli mætti Eiður heim, spilaði örfáa leiki en taktarnir voru til staðar. Fékk samning í Bolton og átti eftir það sturlaðan feril.

Getty Images

Arnór Guðjohnsen í Val – 1998
Mætti heim í lok ferilsins, hafði misst hraða en gæðin í skónum voru slík að fólk fékk oft gæsahúð við að horfa á Arnór spila.

Feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen

Þorvaldur Örlygsson í Fram – 1991
Mætti heim til Fram í stutta stund eftir mjög farsæla dvöl hjá Nottingham Forest í efstu deild Englands, Formaður KSÍ í dag var harður í horn að taka.

Arnar Gunnlaugsson í ÍA – 1995
Mætti heim eftir dvöl í Hollandi, skoraði 15 mörk í 7 leikjum og varð Íslandsmeistari með sínu uppeldisfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir þetta helsta muninn á að búa í Kína og Evrópu – „Bara þeir sem búa hérna skilja það“

Segir þetta helsta muninn á að búa í Kína og Evrópu – „Bara þeir sem búa hérna skilja það“