Halldór Árnason hefur verið ráðinn sem þjálfari meistaraflokk karla hjá Breiðabliki til næstu þriggja ára. Halldór hefur starfað sem aðstoðarþjálfari meistaraflokksins síðan 2019 og verið mikilvægur hluti af teyminu í kringum meistaraflokk karla og þeim árangri sem liðið hefur náð.
Breiðablik ákvað að láta Óskar Hrafn láta af störfum strax í dag en hann vildi klára tímabilið sem endar í desember þegar Breiðablik lýkur keppni í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
„Ég er afar stoltur af traustinu sem Breiðablik sýnir mér til að stýra meistaraflokki karla og halda áfram að byggja upp það frábæra starf sem hér er í gangi. Ég tek við mjög góðu búi og frábæru liði af Óskari og hlakka til að takast á við þau spennandi og krefjandi verkefni sem okkar bíða“ segir Halldór Árnason nýráðinn þjálfari Breiðabliks.
Áður en Halldór kom til Breiðabliks þjálfaði hann meðal annars hjá Gróttu, KR og Stjörnunni.
Með ráðningu Halldórs verður haldið áfram þeirri uppbyggingu og framþróun sem við viljum hafa á öllum sviðum í Smáranum og býður Knattspyrnudeild Breiðabliks Halldór velkominn til starfa sem aðalþjálfari meistaraflokks karla.