Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var stoltur af sínum mönnum í kvöld eftir leik við Manchester City.
Eitt mark dugði Arsenal gegn Englandsmeisturunum en Gabriel Martinelli gerði það undir lok leiks.
Arteta hrósaði sínum mönnum í hástert eftir leik en viðurkennir að verkefnið hafi verið mjög erfitt.
,,Ég er svo stoltur. Við vissum að við þyrftum að þjást á tímum og við gerðum það. Þú þarft stóra framistöðu í svona leikjum og líka frá stuðningsmönnum,“ sagði Arteta.
,,Man City olli okkur miklum vandræðum og við gerðum það sama við þá. Þú þarft réttu tímasetninguna, réttu hreyfingarnar og réttu augnablikin. Ég er hrifinn af hversu hugrakkir strákarnir voru.“
,,Þú munt alltaf lenda í ákveðnum vandræðum gegn þessu liði, þú þarft að gera allt mögulegt til að koma í veg fyrir mistök gegn þeim.“