Það þarf mikið til að fá Mario Balotelli til að skrifa undir samning við franska stórliðið Paris Saint-Germain.
Balotelli elskar Marseille og hefur spilað þar og á einnig leiki að baki fyrir Nice sem er í sömu deild.
Það þyrfti háa upphæð til að semja við þennan 33 ára gamla leikmann sem er í dag hjá Adana Demirspor.
Um er að ræða fyrrum undrabarn sem lék fyrir lið eins og Inter Milan, AC Milan, Manchester City og Liverpool.
,,Hvað er PSG hringir í mig? Ekki séns, ég spilaði fyrir Nice og Marseille svo það er ekki möguleiki,“ sagði Balotelli.
Hann var svo spurður út í hvort 10 milljónir evra á ári myndu fá hann til að breyta um skoðun.
,,Auðvitað, ef það er staðan þá myndi ég samþykkja. Fyrir tíu milljónir evra myndi ég jafnvel spila fyrir lið bróður míns!“