Það vantaði ekki upp á dramatíka er Manchester United mætti Brentford á heimavelli í enskiu úrvalsdeildinni í dag.
Það stefndi allt í að heimaliðið myndi tapa þessari viðureign en staðan var lengi vel 1-0 fyrir Brentford.
Á 87. mínútu gerði Erik ten Hag, stjóri Man Utd, breytingu og ákvað að setja miðjumanninn Scott McTominay inná.
Ten Hag gat sjálfur ekki búist við því sem gerðist næst en skiptingin vann leikinn fyrir Man Utd eftir tvennu frá Skotanum í uppbótartíma.
Ten Hag fagnaði markinu vel og innilega eins og má sjá hér.
🚨🚨| Ten Hag’s reaction after McTominay wins the game for United
— CentreGoals. (@centregoals) October 7, 2023