Það vantaði ekki upp á dramatíka er Manchester United mætti Brentford á heimavelli í enskiu úrvalsdeildinni í dag.
Það stefndi allt í að heimaliðið myndi tapa þessari viðureign en staðan var lengi vel 1-0 fyrir Brentford.
Á 87. mínútu gerði Erik ten Hag, stjóri Man Utd, breytingu og ákvað að setja miðjumanninn Scott McTominay inná.
McTominay gerði sér lítið fyrir og átti eftir að skora tvö mörk í uppbótartíma til að tryggja ótrúlegan 2-1 heimasigur.
Allt varð vitlaust á Old Trafford eftir seinna mark McTominay sem má sjá hér.
🚨🚨| GOAL: MCTOMINAY BRACE TO WIN THE GAME FOR UNITED.
Manchester United 2-1 Brentford
— CentreGoals. (@centregoals) October 7, 2023