Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra þættinum og að þessu sinni var gestur þeirra tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko.
Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið. Þetta var tekið fyrir í þættinum.
„Það kom í raun og veru ekki í óvart því hann var búinn að stefna á þetta og sagði sjálfur að hann langaði að vera með í október,“ sagði Hrafnkell um að Gylfi hafi verið valinn í nýjasta landsliðshópinn.
Aron Einar Gunnarsson er einnig í hópnum en hann og Gylfi hafa verið frá vegna meiðsla undanfarið.
„Fyrir hina í hópnum er stærra að hafa þá frekar en einhverja tvo aðra, með fullri virðingu fyrir þeim.“
Umræðan í heild er í spilaranum.