Manchester United gerði mistök í sumar með því að losa markmanninn David de Gea og fá inn Andre Onana.
Þetta segir skoska goðsögnin Chris Sutton sem lék um tíma með liðum eins og Chelsea og Blackburn.
Onana hefur ekki heillað á þessu tímabili eftir komu í sumar en De Gea var látinn fara á frjálsri sölu í sama glugga.
De Gea hafði verið aðalmarkmaður Man Utd í yfir tíu ár og kom brottför hans mörgum á óvart.
,,Ég tel að hann sé verri en De Gea, ég er klárlega þar. Ég er búinn að sjá nóg af þessum markmanni,“ sagði Sutton.
,,Er hann betri með boltann en De Gea? Örugglega en ekki mikið betri. Ég er meira að horfa á að halda boltanum frá markinu og hann hefur gert mörg mistök á tímabilinu.“