Það vantaði ekki upp á dramatíka er Manchester United mætti Brentford á heimavelli í enskiu úrvalsdeildinni í dag.
Það stefndi allt í að heimaliðið myndi tapa þessari viðureign en staðan var lengi vel 1-0 fyrir Brentford.
Á 87. mínútu gerði Erik ten Hag, stjóri Man Utd, breytingu og ákvað að setja miðjumanninn Scott McTominay inná.
McTominay tjáði sig eftir lokaflautið við fjölmiðla og var að vonum himinlifandi með útkomuna.
,,Hjá þessu knattspyrnufélagi er þér kennt að þú mátt aldrei gefast upp,“ sagði Skotinn knái.
,,Ég ólst upp hjá Manchester United og hef verið þar síðan ég var fimm ára gamall. Ég þekki betur en allir hversu mikilvægt það er að gefast aldrei upp.“