Luton 0 – 1 Tottenham
0-1 Micky van de Ven(’52)
Tíu menn Tottenham unnu sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni dag á heimavelli nýliða Luton.
Tottenham spilaði manni færri allan seinni hálfleikinn en Yves Bissouma fékk að líta rautt spjald undir lok þess fyrri.
Luton náði ekki að nýta sér liðsmuninn og skoraði varnarmaðurinn Micky van de Veen eina mark leiksins á 52. mínútu.
Tottenham er komið á topp deildarinnar og er tveimur stigum á undan Manchester City sem er í öðru sæti.