Pep Guardiola stjóri Manchester City segist ekki horfa á leikinn gegn Arsenal á sunnudag sem úrslitaleik, hann leggi tímabilið upp á þann hátt að vera í toppbaráttu í febrúar.
Guardiola hefur haft betur gegn Arsenal í tólf deildarleikjum í röð og er líklegur til afreka á sunnudag.
„Þetta er ekki úrslitaleikur, seinni leikurinn þegar Arsenal heimsækir okkur verður öðruvísi þar sem allt verður undir,“ segir Guardiola.
Hann segist horfa á tímabilið á þennan hátt.
„Ég vil komast í febrúar og vera í Meistaradeildinni, að vera nálægt toppnum í deildinni heima fyrir. Að við séum ekki langt frá toppnum og setja allt í botn fyrir síðustu tíu leikina, þá keyrum við allt í botn.“