Jurgen Klopp stjóri Liverpool og forráðamenn félagsins fengu að hlusta á samskipti dómara úr leik liðsins gegn Tottenham á sunnudag.
Almenningur þarf að bíða í nokkra daga og jafnvel fram í næstu viku samkvæmt enskum miðlum.
Forráðamenn Liverpool eru brjálaðir eftir að löglegt mark var tekið af þeim í tapi gegn Tottenham.
Luis Diaz var dæmdur rangstæður en var langt frá því að vera fyrir innan, dómarinn og VAR dómarinn segjast hafa misskilið hvorn annan.
Yfirmenn dómara eru enn að yfirfara málið en Liverpool hefur einnig áfrýjað rauðu spjaldi sem Curtis Jones fékk í leiknum.
Liverpool tapaði leiknum eftir að löglegt mark var tekið af þeim og tveir leikmenn voru reknir af velli.