Manchester City er að íhuga að ganga í burtu frá viðræðum við Wolves um miðjumanninn Matheus Nunes. Daily Mail segir frá.
City hefur verið á eftir leikmanninum undanfarna daga í kjölfar meiðsla Kevin De Bruyne og rannsóknar á öðru skotmarki félagsins, Lucas Paqueta hjá West Ham, vegna meints veðmálasvindls.
Þrefaldir meistarar City eru hins vegar ekki til í að borga meira en 55 milljónir punda fyrir þjónustu Nunes.
Það gengur ekki því Úlfarnir vilja rúmlega 60 milljónir punda.
Sjálfur vill Nunes komast til City og hefur verið settur til hliðar af Wolves þar sem hann neitaði að æfa á meðan framtíð hans er í lausu lofti.
Það verður því áhugavert að sjá hver framþróun mála verður, hvort annað félagið bakki frá kröfum sínum.