Gylfi Þór Sigurðsson er í læknisskoðun hjá Lyngby og að öllu óbreyttu skrifar hann undir hjá danska félaginu á morgun.
Gylfi Þór hefur undanfarna daga verið í Kaupamannahöfn og rætt við forráðamenn félagsins.
Gylfi er 33 ára gamall en hann skrifar undir eins árs samning við Lyngby þar sem Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.
Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í rúm tvö ár en hann var undir rannsókn í Englandi en málið var fellt niður í maí.
Miðjumaðurinn knái mun spila með danska félaginu út þessa leiktíð og endurkoma hans í íslenska landsliðsins virðist nálgast.
Hjá Lyngby eru Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Birgir Finsson og Andri Lucas Guðjohnsen.