Rúnar Alex Rúnarsson spilaði sinn fyrsta leik með Cardiff í kvöld er liðið mætti Birmingham í 2. umferð enska deildabikarsins.
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn gekk í raðir Cardiff á láni frá Arsenal á dögunum og stóð hann á milli stanganna í 1-3 útisigri á Birmingham í kvöld.
Rúnar virðist hafa heillað marga í leiknum, þá sérstaklega þegar hann varði aukaspyrnu Juninho Bacuna í fyrri hálfleik.
Varslan hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og hana má sjá hér að neðan.
Alex Runarsson that is absolutely disgusting!😮💨
Wow Wow Wow 🧤
— Diff Central (@Diffcentral) August 29, 2023