Hinn ungi og efnilegi Dagur Örn Fjeldsted hefur verið kallaður inn í U19 landsliðshópinn fyrir æfingamót í Slóveníu í byrjun næsta mánaðar.
Dagur er fæddur árið 2005 og þykir mikið efni. Hann er á mála hjá Breiðabliki en var á láni hjá Grindavík í Lengjudeildinni framan af sumri.
Kappinn byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni er Blikar töpuðu gegn Víkingi á dögunum.
Dagur kemur inn í U19 hóp Ólafs Inga Skúlasonar í stað Ásgeirs Galdurs Guðmundssonar en þegar höfðu þeir Róbert Quental Árnason og Þorlákur Breki Baxter komið inn í hópinn fyrir Daníel Tristan Guðjohnsen og William Cole Campbell.
Mótið fer fram 4. – 13. september næstkomandi. Ísland mætir Kirgistan og Portúgal auk heimamönnum í Slóveníu.