Nýr þáttur af Lengjudeildarmörkunum kemur út í kvöld. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson verða á sínum stað og fara yfir allt það helsta.
Farið verður yfir þá fjóra leiki sem hafa verið spilaðir í umferðinni hingað til, en tveimur var frestað vegna EM U19 ára landsliða.
Þátturinn kemur út klukkan 20 í kvöld hér á 433 og í Sjónvarpi Símans.