Bayern Munchen er búið að bjóða aftur í Harry Kane en blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano greinir frá.
Tottenham er nú þegar búið að hafna einu tilboði frá Bayern sem hljóðaði upp á 70 milljónir evra.
Bayern lagði fram það tilboð í síðustu viku en tilboðið hefur hækkað um tíu milljónir evra síðan þá.
Þýska stórliðið gerir sér vonir um að Tottenham samþykki það tilboð en talið er að Tottenham vilji allt að 100 milljónir fyrir Kane.
Samkvæmt Romano eru góðar líkur á að Tottenham hafni tilboðinu en Bayern mun fá svar eftir helgi.